Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 19:11 Grétar segir að kirkjuverðir séu oft látnir heyra það. Samsett Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“ Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“
Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira