Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 14:31 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira