MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2025 16:31 Nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands fagna útskrift. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Háskóli Íslands Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar. Málið kom til kasta Héraðsdóms Reykjaness þar sem nemandinn tók sjálfur til varna án aðstoða lögmanns. Málið virðist hafa þótt nokkuð flókið og var dómurinn fjölskipaður. Engin heimsókn í Yale Skólagjöld nemandans fyrir árin tvö voru upp á tæplega 4,5 milljónir króna. Greiddi hann þau að því er virðist samviskusamlega allt þar til kom að síðustu tveimur reikningunum. Óánægja nemandans laut meðal annars að breytingum á auglýstu fyrirkomulagi námsins vegna Covid-19 faraldursins. Þannig var námsferð til Yale-háskóla í Bandaríkjunum felld niður og kennt í fjarnámi hér heima í staðinn. Vegna vatnsleka á Háskólatorgi í janúar 2021 var ekki hægt að notast við hringstofu heldur var kennsla flutt í sali Háskólabíós, Veröld Vigdísar og á Hótel Sögu. Auk þess kvartaði nemandinn yfir viðhorfi stjórnenda námsins sem hefðu misboðið honum. Meðal annars í tengslum við námsferð til Barcelona vorið 2022 þar sem óvíst var um tíma hvort nemandinn gæti flogið í sama flugi og aðrir nemendur því hann hafði svarað tölvupósti seint. Varstu að ljúga? „Ég er ekki að fara að fljúga út með öðru flugi en hópurinn,“ sagði meðal annars í tölvupósti nemandans til verkefnastjóra MBA-námsins. Í framhaldinu sakaði hann forstöðumann námsins um að hafa logið að sér. „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér í SMS skilaboðum þann 15. febrúar síðastliðinn að það væri „uppselt“ í útflugið með hópnum til Barcelona og það væri ástæða þess að ég þyrfti að fljúga út með öðru flugi? Ég er bara að reyna að skilja hvort þú sért í alvöru reiðubúin að ljúga að nemendum MBA-námsins ef slíkt geti sparað MBA-deildinni nokkra þúsundkarla.“ Forstöðumaðurinn hafnaði því með öllu og útskýrði málið. „Við myndum aldrei vísvitandi ljúga að nemendum og það er ómaklegt að halda slíku fram. Það var aldrei uppselt í Icelandair flugið frá KEF til CPH. Hins vegar fengum við ekki staðfest sæti í tengiflugið frá CPH til BCN á þessum tíma. Það var einn annar MBA nemi sem ákvað síðar að fljúga aðra leið til BCN og þá mögulega breyttist staðan þannig að við gátum bókað þig.“ Kvartaði til rektors Nemandinn lét ekki þar við sitja, sendi ítrekaða tölvupósta og loks formlega kvörtun á forstöðumann MBA-námsins, Ástu Dís Óladóttur og hélt fullum fetum fram ásökunum um lygar. Ásta Dís Óladóttir er forstöðumaður MBA-námsins við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Ég tel að það sé búið að svara þér og mun ég ekki bregðast við frekari póstum um þetta mál. Þú átt flugmiða eins og allir aðrir í hópnum til og frá Barcelona. Hlakka til að sjá þig þar,“ sagði Ásta Dís. Nemandinn sagði forstöðumanninn í endalausri vörn og sendi kvörtun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors háskólans og sagði samskiptin „með öllu óboðleg gagnvart nemendum skólans.“ Hann myndi ekki greiða fleiri reikninga og óskaði eftir því að allar upplýsingar og ljósmyndir af honum yrðu fjarlægðar af vefsvæði MBA-deildarinnar. Núll fyrir þátttöku og virkni Þá var nemandinn einnig mjög ósáttur með að hafa fengið núll í einkunn fyrir matsþáttinn „þátttaka og virkni“ í nýsköpunarnámskeið. Nemandinn var ekki sá eini sem var ósáttur við breytingar sem urðu á fyrirkomulagi námsins. Vorið 2022 skapaðist umræða meðal nemenda sem veltu upp hvort ekki væri rétt að veita afslátt af námsgjöldum. Þá aðallega vegna Yale-ferðarinnar sem ekkert varð af og svo að ekki var hægt að nýta hringstofuna á Háskólatorgi. Stjórn MBA-námsins samþykkti að veita 270 þúsund krónu afslátt af skólagjöldum vegna þessa. Matsmaður reiknaði út 1,6 milljóna króna afslátt Dómkvaddur matsmaður, rekstrarhagfræðingur, var fenginn til að leggja mat á það hvort Háskóli Íslands hefði uppfyllt kröfur um gæði í MBA-náminu varðandi aðstöðumál, kennslu, stjórnun og námsferðina til Yale sem ekkert varð af. Um leið hvert hæfilegt endurgjald væri vegna MBA-námsins. Matsmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að MBA-námið hefði átt að kosta 2,9 milljónir í stað 4,5 milljónir vegna þeirra breytinga sem urðu. Fjöldi starfsmanna við Háskóla Íslands voru kallaðir fyrir dóminn sem vitni. Þeirra á meðal fyrrverandi starfsmenn MBA-námsins, stjórnarformaður námsins, fyrrverandi nemendur, prófessor og forseti viðskiptafræðideildar, prófessor við viðskiptafræðideild og stjórnarmaður MBA-námsins, verkefnastjóri, stjórnarmaður námsins, forstöðumaður viðskiptafræðistofnunar HÍ, rekstrarstjóri félagsvísindasviðs auk dómkvadda matsmannsins. Fjölskipaður dómur ákvað að ekki yrði byggt á niðurstöðu dómskvadds matsmanns en rekstrarstjóri félagsvísindasviðs HÍ gerði ýmsar athugasemdir við matið. Dómurinn tók þó undir með nemandanum að vegna hinna háu skólagjalda hefði mátt vænta minni frávika en í reynd urðu. Jón Atli Benediktsson fékk tölvupósta frá nemandanum inn á sitt borð.Vísir Nemandinn hefði hins vegar útskrifast á réttum tíma ásamt samnemendum og gat sótt öll námskeið ýmist í staðnámi eða fjarnámi. Varðandi aðstöðu í skólanum horfði dómurinn til þess að nemandinn hefði sótt námið í skólanum minna en aðrir. Þannig hefðu sumir nemendur fyrst séð hann í ferðinni til Barcelona sem var á fjórðu og síðustu önn námsins. Breytingar á skólastofum hefði því bitnað minna á honum en hann lét vera. Þá taldi dómurinn að erfitt væri að kenna Háskóla Íslands um heimsfaraldur og vatnsleka. Ekki væri annað að sjá en að allt kapp hefði verið lagt á að greiða úr þeim vandamálum sem komu upp og bestu mögulegu kennslustofur valdar í staðinn. Önnur umkvörtunarefni væru matskennd og upplifun ólík milli nemenda. Þar með talin samskipti við stjórnendur, framkoma starfsmanna og viðbrögð við kvörtunum. Var nemandinn því dæmdur til að greiða Háskóla Íslands 805 þúsund krónur. Dómurinn í heild. Háskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Málið kom til kasta Héraðsdóms Reykjaness þar sem nemandinn tók sjálfur til varna án aðstoða lögmanns. Málið virðist hafa þótt nokkuð flókið og var dómurinn fjölskipaður. Engin heimsókn í Yale Skólagjöld nemandans fyrir árin tvö voru upp á tæplega 4,5 milljónir króna. Greiddi hann þau að því er virðist samviskusamlega allt þar til kom að síðustu tveimur reikningunum. Óánægja nemandans laut meðal annars að breytingum á auglýstu fyrirkomulagi námsins vegna Covid-19 faraldursins. Þannig var námsferð til Yale-háskóla í Bandaríkjunum felld niður og kennt í fjarnámi hér heima í staðinn. Vegna vatnsleka á Háskólatorgi í janúar 2021 var ekki hægt að notast við hringstofu heldur var kennsla flutt í sali Háskólabíós, Veröld Vigdísar og á Hótel Sögu. Auk þess kvartaði nemandinn yfir viðhorfi stjórnenda námsins sem hefðu misboðið honum. Meðal annars í tengslum við námsferð til Barcelona vorið 2022 þar sem óvíst var um tíma hvort nemandinn gæti flogið í sama flugi og aðrir nemendur því hann hafði svarað tölvupósti seint. Varstu að ljúga? „Ég er ekki að fara að fljúga út með öðru flugi en hópurinn,“ sagði meðal annars í tölvupósti nemandans til verkefnastjóra MBA-námsins. Í framhaldinu sakaði hann forstöðumann námsins um að hafa logið að sér. „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér í SMS skilaboðum þann 15. febrúar síðastliðinn að það væri „uppselt“ í útflugið með hópnum til Barcelona og það væri ástæða þess að ég þyrfti að fljúga út með öðru flugi? Ég er bara að reyna að skilja hvort þú sért í alvöru reiðubúin að ljúga að nemendum MBA-námsins ef slíkt geti sparað MBA-deildinni nokkra þúsundkarla.“ Forstöðumaðurinn hafnaði því með öllu og útskýrði málið. „Við myndum aldrei vísvitandi ljúga að nemendum og það er ómaklegt að halda slíku fram. Það var aldrei uppselt í Icelandair flugið frá KEF til CPH. Hins vegar fengum við ekki staðfest sæti í tengiflugið frá CPH til BCN á þessum tíma. Það var einn annar MBA nemi sem ákvað síðar að fljúga aðra leið til BCN og þá mögulega breyttist staðan þannig að við gátum bókað þig.“ Kvartaði til rektors Nemandinn lét ekki þar við sitja, sendi ítrekaða tölvupósta og loks formlega kvörtun á forstöðumann MBA-námsins, Ástu Dís Óladóttur og hélt fullum fetum fram ásökunum um lygar. Ásta Dís Óladóttir er forstöðumaður MBA-námsins við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Ég tel að það sé búið að svara þér og mun ég ekki bregðast við frekari póstum um þetta mál. Þú átt flugmiða eins og allir aðrir í hópnum til og frá Barcelona. Hlakka til að sjá þig þar,“ sagði Ásta Dís. Nemandinn sagði forstöðumanninn í endalausri vörn og sendi kvörtun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors háskólans og sagði samskiptin „með öllu óboðleg gagnvart nemendum skólans.“ Hann myndi ekki greiða fleiri reikninga og óskaði eftir því að allar upplýsingar og ljósmyndir af honum yrðu fjarlægðar af vefsvæði MBA-deildarinnar. Núll fyrir þátttöku og virkni Þá var nemandinn einnig mjög ósáttur með að hafa fengið núll í einkunn fyrir matsþáttinn „þátttaka og virkni“ í nýsköpunarnámskeið. Nemandinn var ekki sá eini sem var ósáttur við breytingar sem urðu á fyrirkomulagi námsins. Vorið 2022 skapaðist umræða meðal nemenda sem veltu upp hvort ekki væri rétt að veita afslátt af námsgjöldum. Þá aðallega vegna Yale-ferðarinnar sem ekkert varð af og svo að ekki var hægt að nýta hringstofuna á Háskólatorgi. Stjórn MBA-námsins samþykkti að veita 270 þúsund krónu afslátt af skólagjöldum vegna þessa. Matsmaður reiknaði út 1,6 milljóna króna afslátt Dómkvaddur matsmaður, rekstrarhagfræðingur, var fenginn til að leggja mat á það hvort Háskóli Íslands hefði uppfyllt kröfur um gæði í MBA-náminu varðandi aðstöðumál, kennslu, stjórnun og námsferðina til Yale sem ekkert varð af. Um leið hvert hæfilegt endurgjald væri vegna MBA-námsins. Matsmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að MBA-námið hefði átt að kosta 2,9 milljónir í stað 4,5 milljónir vegna þeirra breytinga sem urðu. Fjöldi starfsmanna við Háskóla Íslands voru kallaðir fyrir dóminn sem vitni. Þeirra á meðal fyrrverandi starfsmenn MBA-námsins, stjórnarformaður námsins, fyrrverandi nemendur, prófessor og forseti viðskiptafræðideildar, prófessor við viðskiptafræðideild og stjórnarmaður MBA-námsins, verkefnastjóri, stjórnarmaður námsins, forstöðumaður viðskiptafræðistofnunar HÍ, rekstrarstjóri félagsvísindasviðs auk dómkvadda matsmannsins. Fjölskipaður dómur ákvað að ekki yrði byggt á niðurstöðu dómskvadds matsmanns en rekstrarstjóri félagsvísindasviðs HÍ gerði ýmsar athugasemdir við matið. Dómurinn tók þó undir með nemandanum að vegna hinna háu skólagjalda hefði mátt vænta minni frávika en í reynd urðu. Jón Atli Benediktsson fékk tölvupósta frá nemandanum inn á sitt borð.Vísir Nemandinn hefði hins vegar útskrifast á réttum tíma ásamt samnemendum og gat sótt öll námskeið ýmist í staðnámi eða fjarnámi. Varðandi aðstöðu í skólanum horfði dómurinn til þess að nemandinn hefði sótt námið í skólanum minna en aðrir. Þannig hefðu sumir nemendur fyrst séð hann í ferðinni til Barcelona sem var á fjórðu og síðustu önn námsins. Breytingar á skólastofum hefði því bitnað minna á honum en hann lét vera. Þá taldi dómurinn að erfitt væri að kenna Háskóla Íslands um heimsfaraldur og vatnsleka. Ekki væri annað að sjá en að allt kapp hefði verið lagt á að greiða úr þeim vandamálum sem komu upp og bestu mögulegu kennslustofur valdar í staðinn. Önnur umkvörtunarefni væru matskennd og upplifun ólík milli nemenda. Þar með talin samskipti við stjórnendur, framkoma starfsmanna og viðbrögð við kvörtunum. Var nemandinn því dæmdur til að greiða Háskóla Íslands 805 þúsund krónur. Dómurinn í heild.
Háskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira