Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:39 Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála þar til fulltrúadeildin kemur aftur saman eftir sex vikur. Getty Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira