Innlent

Mögu­legir Evrópu­tollar á ís­lenskar vörur, lunda­stofn í rénun og Druslu­gangan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til ráðstafanna enda umfang og eðli tollanna óþekkt.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 26. júlí 2025

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar nú klukkan tólf. Þar segjum við einnig frá átökum Taílands og Kambódíu, sem hætta er talin á að stigmagnist enn frekar og leiði af sér stríð. Það er þrátt fyrir ákall um vopnahlé af hálfu Kambódíu.

Þá heyrum við frá sérfræðingi hjá Nátturustofu Suðurlands, sem segir lundastofn landsins hafa minnkað um meira en helming á 30 árum, og að veiðar séu ósjálfbærar. 

Druslugangan verður gengin í dag, en skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður.

Þá heyrum við af Reykholtshátíð sem haldin verður í Reykholti í Borgarfirði um helgina, en þar iðar allt af lífi í aðdraganda hátíðar.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×