Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. júlí 2025 07:03 Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar