Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 21:54 Bergur Þorri Benjamínsson er formaður aðgengishóps ÖBÍ. Vísir/Bjarni Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. „Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“ Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira