Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 11:43 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Sýn/Sigurjón Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. „Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024. Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
„Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024.
Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44
Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48