Enski boltinn

Isak fer ekki í æfingaferðina

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexander Isak hefur verið orðaður við brottför frá Newcastle í allt sumar. 
Alexander Isak hefur verið orðaður við brottför frá Newcastle í allt sumar.  Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri.

Sænski framherjinn spilaði ekki æfingaleik gegn Celtic um síðustu helgi en Eddie Howe, þjálfari liðsins, sagði þá að Isak myndi fara með í æfingaferðina. Nú hefur Newcastle hins vegar tilkynnt hópinn sem fer og þar er Isak hvergi sjáanlegur.

Tíðindin auka enn frekar áhyggjur Newcastle manna um að Isak sé á förum frá félaginu en hann hefur verið orðaður við félagaskipti til Liverpool eða Sádi-Arabíu.

Newcastle hefur samt haldið því fram í allt sumar að Isak sé ekki til sölu og í gær festi Liverpool kaup á franska framherjanum Hugo Ekitike.

Áhuginn frá félögum í Sádi-Arabíu er þó enn til staðar og Liverpool er ekki sagt búið að gefast upp á að fá Isak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×