Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2025 07:02 Lineker er síðasti Englendingurinn sem lék fyrir Barcelona. Vísir/Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“ Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira