Sport

Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hjólað er um sveitir Frakklands en ekki Col des Saises héraðið.
Hjólað er um sveitir Frakklands en ekki Col des Saises héraðið. Doug Pensinger/Getty Images

Nítjándi kafli Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, hefur verið styttur verulega til að sveigja framhjá syrgjandi bændum sem neyddust til að slátra kúm.

Bændur í Col des Saises héraðinu í Frakklandi neyddust til að slátra kúm eftir að þær greindust með smitsjúkdóm.

Frakklandshjólreiðarnar áttu að fara þar framhjá en leiðinni hefur nú verið breytt til að forðast Col des Saises héraðið og þar af leiðandi stytt útr 129,9 kílómetrum niður í 95 kílómetra. Keppni mun einnig hefjast klukkustund seinna en áætlað var.

„Í ljósi áfallsins sem bændur urðu fyrir og til að tryggja smurt rennsli í hjólreiðunum, hefur verið ákveðið í samráði við yfirvöld, að breyta nítjánda kaflanum og forðast fjallaleiðina um Col des Saises héraðið“ segir í tilkynninguTour de France.

Nítjándi kaflinn er síðasta fjallaleið keppninnar, sem mun sleppa við mikla hækkun og fara töluvert hraðar yfir í dag. Daninn Jonas Vingegaard mun því eiga enn erfiðara með að vinna upp fjögurra mínútna og 26 sekúndna forskotið sem Tadej Pogacar er með í fremsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×