Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar 23. júlí 2025 21:30 Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson Fjölmiðlar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar