Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 16:31 Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Skipulag Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar