Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 15:52 Hópurinn hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Sumum finnst oft hafa verið þörf en nú nauðsyn, öðrum alls ekki. Vísir/Samsett Aðstandendur samtakanna Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina síðasta föstudag. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. Hópurinn var stofnaður 18. júlí síðastliðinn og myndir sem hópsmeðlimir birtu af eins konar „foreldrarölti“ hópsins um miðborgina síðastliðið föstudagskvöld hafa farið eins og eldur í sinu á íslenskum kimum samfélagsmiðlanna. Stjórnendur hópsins segjast standa vörð um Ísland, menningu þess og siði, en bent hefur verið á að merki hópsins, járnkrossinn, prýddi einnig stríðsmenn nasista og forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behrings Breivik. Áhrifamenn nýrrar grasrótastjórnmálahreyfingar Stofnandi hópsins er Sigurrós Yrja Jónsdóttir en aðrir sem gengu fyrstir í hópinn og eru jafnframt stjórnendur innan hópsins eru þeir Gylfi Jónsson maki Sigurrósar Yrju, Sindri Daði Rafnsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Á meðal virkra inni á hópnum eru einnig þeir Daníel Freyr Sævarsson og Sigfús Aðalsteinsson en sá síðarnefndi vakti mikla athygli fyrir að setja á stofn hópinn Ísland - þvert á flokka og standa fyrir röð mótmælafunda á Austurvelli þar sem stefnu stjórnvalda í innflytjenda- og hælisleitendamálum var andmælt. Allt er þetta fólk sem hyggst bjarga Íslandi frá meintu yfirvofandi siðrofi sem stafi af innflytjendum og hælisleitendum og þá helst af miðausturlensku bergi brotnu. Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa hafa þó sagst frekar óttast öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar. Lítið er vitað um meðlimi hópsins og enginn forsvarsmanna hans hefur orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Þó eru nokkrir virkir meðlimir þar sem hafa fengið þunga dóma meðal annars fyrir að hafa slegið mann í höfuðið með hafnaboltakylfu á meðan félagi hans klippti af honum litla fingur með greinaklippum. Dómar fyrir bankarán og grófar líkamsárásir Sindri Rafn Daðason er stjórnandi innan hópsins og hefur áður látið að sér kveða í stjórnmálaumræðunni. Hann var á framboðslista Hægri-grænna í Suðvesturkjördæmi árið 2013. Hann var til viðtals á Vísi á tímanum og þar er fjallað um vopnað bankarán sem hann framdi í Danmörku árið 1999 og hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Í viðtalinu segist hann hafa átt erfitt með að fóta sig í skóla og leiðst ungur inn á ranga braut. Hann var byrjaður í neyslu fjórtán ára gamall og var 19 ára gamall kominn í mikil tengsl við undirheima Danmerkur. Það varð að endingu til þess að hann samþykkti að aðstoða tvo menn við að ræna banka í litlum bæ í Danmörku, vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann komst svo aftur á beinu brautina, að hans sögn, lærði bakarann og settist að á Suðurlandi. Sjá einnig: Klippti fingur af með garðklippum Annar virkur meðlimur hópsins sem tók einnig þátt í kvöldgöngu Skjaldarins er Kristján Halldór Jensen. Árið 2007 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hrottafengnar líkamsárásir. Hann ásamt félaga sínum, Steindóri Hreini Veigarssyni, réðust á mann á Akureyri. Kristján Halldór sló hann með hafnaboltakylfuí höfuðið og lét síðan spörkin dynja á honum. Steindór Hreinn fyrrnefndur klippti síðan litla fingur vinstri handar mannsins af við miðkjúku með greinaklippum. Í stjórnendaflokki hópsins er jafnframt Sveinn Hjörtur Guðfinnsson en hann hefur haft viðkomu víða í samfélaginu. Hann vann til margra ára sem dyravörður í miðbæ Reykjavíkur og var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Hann sagði sig úr Framsóknarflokknum árið 2017. Í Alþingiskosningunum árið 2024 var hann svo kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Frábiðja sér tal um nýnasisma og viðtal Eins og fyrr segir frábiðja sér meðlimir Skjaldar Íslands allar viðtalsbeiðnir en Sindri Daði birti á hópnum yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem eftirfarandi kemur fram: „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður.“ Af þessu er ljóst að aðstandendur hópsins voru meðvitaðir um nýnasískar skírskotanir merkja sinna enda var þetta áður en nokkur miðill gerði þau að umfjöllunarefni sínu. Borið hefur á því að merki samtakanna, járnkrossinn sem hefur verið tákn nasista og nýnasista í fleiri áratugi, sé sagt vera kristið tákn. Rétt er að svokallaður croix pattée hafi verið notaður í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af Musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Til að mynda nota bræður Jakobsreglunnar útgáfu af honum. Hins vegar hefur sú útgáfa af þessum svokallaða fætta krossi frá upphafi verið tengdur við nasismann. Í dag er hann nánast einvörðungu, utan þýska hersins, notaður af nýnasistum og er skilgreint sem haturstákn af mörgum mannréttindasamtökum. Til að mynda prýðir það forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Hópurinn var stofnaður 18. júlí síðastliðinn og myndir sem hópsmeðlimir birtu af eins konar „foreldrarölti“ hópsins um miðborgina síðastliðið föstudagskvöld hafa farið eins og eldur í sinu á íslenskum kimum samfélagsmiðlanna. Stjórnendur hópsins segjast standa vörð um Ísland, menningu þess og siði, en bent hefur verið á að merki hópsins, járnkrossinn, prýddi einnig stríðsmenn nasista og forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behrings Breivik. Áhrifamenn nýrrar grasrótastjórnmálahreyfingar Stofnandi hópsins er Sigurrós Yrja Jónsdóttir en aðrir sem gengu fyrstir í hópinn og eru jafnframt stjórnendur innan hópsins eru þeir Gylfi Jónsson maki Sigurrósar Yrju, Sindri Daði Rafnsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Á meðal virkra inni á hópnum eru einnig þeir Daníel Freyr Sævarsson og Sigfús Aðalsteinsson en sá síðarnefndi vakti mikla athygli fyrir að setja á stofn hópinn Ísland - þvert á flokka og standa fyrir röð mótmælafunda á Austurvelli þar sem stefnu stjórnvalda í innflytjenda- og hælisleitendamálum var andmælt. Allt er þetta fólk sem hyggst bjarga Íslandi frá meintu yfirvofandi siðrofi sem stafi af innflytjendum og hælisleitendum og þá helst af miðausturlensku bergi brotnu. Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa hafa þó sagst frekar óttast öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar. Lítið er vitað um meðlimi hópsins og enginn forsvarsmanna hans hefur orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Þó eru nokkrir virkir meðlimir þar sem hafa fengið þunga dóma meðal annars fyrir að hafa slegið mann í höfuðið með hafnaboltakylfu á meðan félagi hans klippti af honum litla fingur með greinaklippum. Dómar fyrir bankarán og grófar líkamsárásir Sindri Rafn Daðason er stjórnandi innan hópsins og hefur áður látið að sér kveða í stjórnmálaumræðunni. Hann var á framboðslista Hægri-grænna í Suðvesturkjördæmi árið 2013. Hann var til viðtals á Vísi á tímanum og þar er fjallað um vopnað bankarán sem hann framdi í Danmörku árið 1999 og hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Í viðtalinu segist hann hafa átt erfitt með að fóta sig í skóla og leiðst ungur inn á ranga braut. Hann var byrjaður í neyslu fjórtán ára gamall og var 19 ára gamall kominn í mikil tengsl við undirheima Danmerkur. Það varð að endingu til þess að hann samþykkti að aðstoða tvo menn við að ræna banka í litlum bæ í Danmörku, vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann komst svo aftur á beinu brautina, að hans sögn, lærði bakarann og settist að á Suðurlandi. Sjá einnig: Klippti fingur af með garðklippum Annar virkur meðlimur hópsins sem tók einnig þátt í kvöldgöngu Skjaldarins er Kristján Halldór Jensen. Árið 2007 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hrottafengnar líkamsárásir. Hann ásamt félaga sínum, Steindóri Hreini Veigarssyni, réðust á mann á Akureyri. Kristján Halldór sló hann með hafnaboltakylfuí höfuðið og lét síðan spörkin dynja á honum. Steindór Hreinn fyrrnefndur klippti síðan litla fingur vinstri handar mannsins af við miðkjúku með greinaklippum. Í stjórnendaflokki hópsins er jafnframt Sveinn Hjörtur Guðfinnsson en hann hefur haft viðkomu víða í samfélaginu. Hann vann til margra ára sem dyravörður í miðbæ Reykjavíkur og var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Hann sagði sig úr Framsóknarflokknum árið 2017. Í Alþingiskosningunum árið 2024 var hann svo kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Frábiðja sér tal um nýnasisma og viðtal Eins og fyrr segir frábiðja sér meðlimir Skjaldar Íslands allar viðtalsbeiðnir en Sindri Daði birti á hópnum yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem eftirfarandi kemur fram: „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður.“ Af þessu er ljóst að aðstandendur hópsins voru meðvitaðir um nýnasískar skírskotanir merkja sinna enda var þetta áður en nokkur miðill gerði þau að umfjöllunarefni sínu. Borið hefur á því að merki samtakanna, járnkrossinn sem hefur verið tákn nasista og nýnasista í fleiri áratugi, sé sagt vera kristið tákn. Rétt er að svokallaður croix pattée hafi verið notaður í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af Musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Til að mynda nota bræður Jakobsreglunnar útgáfu af honum. Hins vegar hefur sú útgáfa af þessum svokallaða fætta krossi frá upphafi verið tengdur við nasismann. Í dag er hann nánast einvörðungu, utan þýska hersins, notaður af nýnasistum og er skilgreint sem haturstákn af mörgum mannréttindasamtökum. Til að mynda prýðir það forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira