Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 14:02 Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar