Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun