Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. júlí 2025 07:01 Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar