Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar 21. júlí 2025 18:01 Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun