Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 16:10 Þorgerður Katrín er meðal 25 utanríkisráðherra sem skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira