Innlent

Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó.
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó. Vísir/Vilhelm

Einn heppinn landsmaður vann rúmar níu milljónir í Lottódrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í verslun N1 í Höfn í Hornafirði. Tveir hrepptu hvor sína hálfa milljónina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þó svo að miðinn hafi verið keyptur í Hornafirði þýðir það auðvitað ekki endilega að miðahafinn sé sjálfur Hornfirðingur enda hásumarhelgi.

Lokaupphæðin nam 9.227.070 krónur og tveir með áskrift í Lottóappinu unnu 533.090 hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×