Erlent

Hand­tekin fyrir að stunda kyn­líf með munkum og kúga af þeim fé

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Munkar hafa jafnan notið mikililar virðingar á Taílandi en ýmis hneykslismál hafa komið upp á síðustu árum, meðal annars varðandi kynlífsiðkun og eiturlyfjanotkun.
Munkar hafa jafnan notið mikililar virðingar á Taílandi en ýmis hneykslismál hafa komið upp á síðustu árum, meðal annars varðandi kynlífsiðkun og eiturlyfjanotkun. Getty

Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa handtekið konu, sem er grunuð um að hafa stundað kynlíf með munkum, tekið myndir og mynskeið, og notað þau til að kúga peninga af mönnunum.

Lögregla segir konuna, sem er kölluð „Ms. Golf“, hafa stundað kynlíf með að minnsta kosti níu munkum og kúgað þá um tæpan 1,5 milljarð króna. 

Við húsleit fundust yfir 80 þúsund myndir og myndskeið sem konan notaði til að kúga mennina.

Málið komst fyrst upp um miðjan júní, þegar ábóti í klaustri í Bangkok yfirgaf regluna eftir að hafa sótt hótunum af hálfu Ms. Golf. Þau áttu samneyti í maí 2024 en hún sagðist síðar ólétt og krafðist milljóna í meðlag.

Rannsókn leiddi í ljós fleiri fórnarlömb konunnar.

Hún er sögð hafa eytt megninu af fjármununum, meðal annars á veðmálasíðum.

Eftir röð hneykslismála hafa stjórnvöld það nú til skoðunar að taka upp sektir og jafnvel fangelsisdóma fyrir munka sem brjóta gegn heitum sínum. 

BBC fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×