Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. júlí 2025 08:32 Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun