Handbolti

Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fagna Evrópumeistaratitlinum í vor eftir sigur á spænska félaginu Porrino Conservas í úrslitaleik EHF-bikarsins.
Valskonur fagna Evrópumeistaratitlinum í vor eftir sigur á spænska félaginu Porrino Conservas í úrslitaleik EHF-bikarsins. Vísir/Anton Brink

Íslands- og Evrópumeistarar Vals í kvennaflokki fengu að vita það í morgun hvaða lið bíða þeirra í fyrstu tveimur umferðum undankeppni Evrópudeildarinnar.

Valur dróst á móti hollenska félaginu JuRo Unirek VZV í fyrstu umferðinni.

JuRo Unirek liðið varð í þriðja sæti í deildinni en tryggði sér hollenska meistaratitilinn með því að vinna úrslitakeppnina. Liðið vann deildarmeistara Westfriesland 2-1 í úrslitaeinvíginu.

Leikirnir fara fram 27. til 28. september annars vegar og 4. til 5. október hins vegar. Valsliðið á seinni leikinn á heimavelli.

Valskonur geta fengið Íslendingaslag í annarri umferðinni takist þeim að slá út hollensku meistarana.

Í annarri umferðinni bíður þýska liðið HSG Blomberg-Lippe. Valskonur myndu líka fá seinni leikinn á heimavelli í því einvígi.

Með HSG Blomberg-Lippe spilað Díana Dögg Magnúsdóttir, Andrea Jacobsen og svo er Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir að fara til liðsins í sumar.

Valskonur urðu í vor fyrsta íslenska kvennaliðið til að verða Evrópumeistari þegar liðið vann Evrópubikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×