Innlent

Oscar einn af fimm­tíu sem fær ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Oscar með Sonju fósturmömmu sinni.
Oscar með Sonju fósturmömmu sinni. Aðsend

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu einstaklingar sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi síðar í dag og verður að öllum líkindum samþykkt. Í frumvarpinu má sjá að nefndin leggur fyrir að fimmtíu einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt í dag. Þessi einstaklingar eru með fjölbreyttan uppruna, sumir eru fæddir á Íslandi en þar er einnig að finna einstaklinga sem fæddir eru í Írak, Bandaríkjunum, Spáni, Rússlandi, Haíti, Úkraínu, Venesúela, Þýskalandi og Sýrlandi svo eitthvað sé nefnt.

Mál Oscars vakti mikla athygli

Mikið hefur verið fjallað um mál Oscars sem kom hingað með föður og systur frá Kólumbíu. Oscar kom upphaflega til landsins árið 2022 með föður sínum. Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson tóku hann að sér eftir að faðir Oscars hafði beitt hann ofbeldi. Feðgunum var vísað úr landi síðasta sumar áður en hjónin sóttu Oscar til Bogatá. Til stóð að vísa honum úr landi í júní eftir endanlega niðurstöðu frá kærunefnd útlendingamála en þeirri brottvísun var frestað vegna þess að líklegt þótti að honum myndi vera veittur ríkisborgararéttur á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×