„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:08 Sósíalistaflokknum var bolað úr Bolholtinu á dögunum. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. „Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí. Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí.
Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira