„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:08 Sósíalistaflokknum var bolað úr Bolholtinu á dögunum. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. „Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí. Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
„Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí.
Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“