Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar 11. júlí 2025 16:30 Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Pétur Zimsen Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar