Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar 10. júlí 2025 18:03 Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun