Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:37 Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar