Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:32 Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun