Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar 9. júlí 2025 09:00 Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Íþróttir barna Frístund barna Sund Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar