„Kannski var þetta prakkarastrik“ Agnar Már Másson og Smári Jökull Jónsson skrifa 8. júlí 2025 22:05 Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur var fyrst dreginn að húni eftir að átök hófust í Úkraínu 2022. Vísir/Sigurjón Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni. Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur seinni partinn í gær. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist ekki vita hver tilgangurinn var með skemmdarverkinu en segir dapurlegt að komið sé svona við eigur borgarinnar. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Líf segir að borgaryfirvöld hafi verið búin að velta upp öllum sviðsmyndir hvað öryggismál varðar áður en fána Palestínumanna var flaggað. „En þetta er auðvitað umhugsunarvert. Og það er umhugsunarvert hvernig fólk hefur horn í síðu blaktandi fána en er kannski minna að missa svefn yfir þjóðarmorði,“ segir Líf. „En ég ætla ekki að greina aðstæður. Kannski var þetta prakkarastrik,“ segir hún. „Við vitum það ekki, þannig að ég held að þetta hafi enga eftirmála.“ Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur seinni partinn í gær. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist ekki vita hver tilgangurinn var með skemmdarverkinu en segir dapurlegt að komið sé svona við eigur borgarinnar. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Líf segir að borgaryfirvöld hafi verið búin að velta upp öllum sviðsmyndir hvað öryggismál varðar áður en fána Palestínumanna var flaggað. „En þetta er auðvitað umhugsunarvert. Og það er umhugsunarvert hvernig fólk hefur horn í síðu blaktandi fána en er kannski minna að missa svefn yfir þjóðarmorði,“ segir Líf. „En ég ætla ekki að greina aðstæður. Kannski var þetta prakkarastrik,“ segir hún. „Við vitum það ekki, þannig að ég held að þetta hafi enga eftirmála.“ Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira