Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 16:15 Maðurinn fannst særður á göngustíg í Gufunesi. Hann lést á landspítalanum samdægurs. Vísir/Anton Brink Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í þremur gæsluvarðhaldsúrskurðum málsins sem birtir hafa verið á vef Landsréttar. Um er að ræða fyrstu dómsgögn málsins sem birt eru opinberlega. Á annan tug voru handteknir á meðan rannsóknin stóð yfir, en fimmmenningar hafa verið ákærðir í tengslum við málið, sem varðar andlát karlmanns á sjötugsaldri. Þar af eru þrír karlmenn, þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson, ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsisviptingu og ráni. Þau fimm hafa öll neitað sök. Sakborningar málsins eru grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðins. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Vildu lausnargjald Áðurnefndir úrskurðir varpa ljósi á rannsókn málsins. Til að mynda kemur fram í einum þeirra að strax hafi legið fyrir upplýsingar um að eiginkona hins látna hefði nóttina eftir að maðurinn var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Þess má geta að hvergi annars staðar í þessum úrskurðum er minnst á þessi meintu brot hins látna, heldur er það einungis haft eftir sakborningunum. Vildu lítið sem ekkert segja Elsti úrskurðurinn af þessum þremur sem hafa verið birtir, er frá 16. mars og fjallar hann um gæsluvarðhald eins sakborningsins. Sá sakborningur hafði þá verið handtekinn daginn áður og skýrsla tekin af honum samdægurs. Haft er eftir greinargerð lögreglu að framburður hans stangist „í verulegum atriðum“ á við fyrirliggjandi rannsóknargögn. Jafnframt kemur fram að sakborningurinn hafi neitað að veita heimild til leitar á innihaldi síma hans. Næst elsti úrskurðurinn, sem er frá 19. mars, varðar gæsluvarðhald konu með réttarstöðu sakbornings. Í honum kemur fram að fjórar skýrslur hafi verið teknar af konunni. Sú fyrsta hafi verið tekin degi eftir að maðurinn lést. Þar hafi konan alfarið neitað að tjá sig um meint brot og haldið því fram að hún hefði engar upplýsingar um málið. Sá framburður er sagður stangast á við framburð annarra í málinu og rannsóknargögn. Tveimur dögum síðar hafi hún beðið um að fá að bæta við framburð sinn. Í greinargerðinni segir að sá framburður hafi verið á sama veg og á engan hátt skýrari um aðild hennar að málinu. Seinni tvær skýrslurnar munu hafa verið teknar sama dag og úrskurðurinn var gefinn út. Í síðustu skýrslutökunni hafi rannsóknargögn málsins, sem eru sögð hafa bent til aðildar hennar að málinu, og henni boðið að tjá sig um þau. Hún hafi hins vegar ekki bætt neinu haldbæru við það sem hafði áður komið fram að hennar hálfu. Í þriðja úrskurðinum, sem er frá 4. apríl kemur fram að sakborningurinn, sem sá úrskurður varðar, hafi neitað að tjá sig um sakargiftirnar frá því að málið kom upp og hafi að engu öðru leyti viljað atbeina vegna rannsóknarinnar. Þó segir að af rannsóknargögnum málsins megi ráða að hann eigi beina og verulega aðild að því sem var til rannsóknar. Geti varðað ævilangt fangelsi Í þessum úrskurðum er bent á umfang rannsóknar lögreglu. Í þeim fyrsta segir að fjölmargir lögreglumenn hafi verið að vinna við rannsóknina allan sólarhringinn. Í öðrum úrskurðinum segir að vettvangur brotanna sé víðfemur, og nái hann til svæðis sem sé langt út fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi, sem hafði málið til rannsóknar. Þá segir að þær rannsóknaraðgerðir sem hafi verið hvað þýðingarmestar sé rannsókn á rafrænum gögnum og fjarskiptaupplýsingum. Minnst er á í öllum úrskurðunum að meint brot geti varðað allt að ævilöngu fangelsi. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í þremur gæsluvarðhaldsúrskurðum málsins sem birtir hafa verið á vef Landsréttar. Um er að ræða fyrstu dómsgögn málsins sem birt eru opinberlega. Á annan tug voru handteknir á meðan rannsóknin stóð yfir, en fimmmenningar hafa verið ákærðir í tengslum við málið, sem varðar andlát karlmanns á sjötugsaldri. Þar af eru þrír karlmenn, þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson, ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsisviptingu og ráni. Þau fimm hafa öll neitað sök. Sakborningar málsins eru grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðins. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Vildu lausnargjald Áðurnefndir úrskurðir varpa ljósi á rannsókn málsins. Til að mynda kemur fram í einum þeirra að strax hafi legið fyrir upplýsingar um að eiginkona hins látna hefði nóttina eftir að maðurinn var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Þess má geta að hvergi annars staðar í þessum úrskurðum er minnst á þessi meintu brot hins látna, heldur er það einungis haft eftir sakborningunum. Vildu lítið sem ekkert segja Elsti úrskurðurinn af þessum þremur sem hafa verið birtir, er frá 16. mars og fjallar hann um gæsluvarðhald eins sakborningsins. Sá sakborningur hafði þá verið handtekinn daginn áður og skýrsla tekin af honum samdægurs. Haft er eftir greinargerð lögreglu að framburður hans stangist „í verulegum atriðum“ á við fyrirliggjandi rannsóknargögn. Jafnframt kemur fram að sakborningurinn hafi neitað að veita heimild til leitar á innihaldi síma hans. Næst elsti úrskurðurinn, sem er frá 19. mars, varðar gæsluvarðhald konu með réttarstöðu sakbornings. Í honum kemur fram að fjórar skýrslur hafi verið teknar af konunni. Sú fyrsta hafi verið tekin degi eftir að maðurinn lést. Þar hafi konan alfarið neitað að tjá sig um meint brot og haldið því fram að hún hefði engar upplýsingar um málið. Sá framburður er sagður stangast á við framburð annarra í málinu og rannsóknargögn. Tveimur dögum síðar hafi hún beðið um að fá að bæta við framburð sinn. Í greinargerðinni segir að sá framburður hafi verið á sama veg og á engan hátt skýrari um aðild hennar að málinu. Seinni tvær skýrslurnar munu hafa verið teknar sama dag og úrskurðurinn var gefinn út. Í síðustu skýrslutökunni hafi rannsóknargögn málsins, sem eru sögð hafa bent til aðildar hennar að málinu, og henni boðið að tjá sig um þau. Hún hafi hins vegar ekki bætt neinu haldbæru við það sem hafði áður komið fram að hennar hálfu. Í þriðja úrskurðinum, sem er frá 4. apríl kemur fram að sakborningurinn, sem sá úrskurður varðar, hafi neitað að tjá sig um sakargiftirnar frá því að málið kom upp og hafi að engu öðru leyti viljað atbeina vegna rannsóknarinnar. Þó segir að af rannsóknargögnum málsins megi ráða að hann eigi beina og verulega aðild að því sem var til rannsóknar. Geti varðað ævilangt fangelsi Í þessum úrskurðum er bent á umfang rannsóknar lögreglu. Í þeim fyrsta segir að fjölmargir lögreglumenn hafi verið að vinna við rannsóknina allan sólarhringinn. Í öðrum úrskurðinum segir að vettvangur brotanna sé víðfemur, og nái hann til svæðis sem sé langt út fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi, sem hafði málið til rannsóknar. Þá segir að þær rannsóknaraðgerðir sem hafi verið hvað þýðingarmestar sé rannsókn á rafrænum gögnum og fjarskiptaupplýsingum. Minnst er á í öllum úrskurðunum að meint brot geti varðað allt að ævilöngu fangelsi.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira