FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 15:59 Samband Trump og Infantino er traust. Trump verður nú leigusali hins síðarnefnda. Anna Moneymaker/Getty Images Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan. FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan.
FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira