FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 15:59 Samband Trump og Infantino er traust. Trump verður nú leigusali hins síðarnefnda. Anna Moneymaker/Getty Images Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan. FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Sterkt samband Infantino og Trump hefur vakið athygli í heimspressunni síðustu misseri. Infantino hefur ítrekað heimsótt Trump til Mar-a-Lago í Flórída og fór með honum í ferð um Miðausturlönd fyrr á þessu ári, á kostnað skylda sinna á ársþingi FIFA í Paragvæ. Þar mætti Infantino seint á eigið þing, og sætti töluverðri gagnrýni fyrir. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því við Vísi að þónokkrir fulltrúar frá Evrópu hafi þurft að yfirgefa þingið snemma, vegna frestunarinnar sem seinagangur forsetans hafði í för með sér. Blásið var til veislu í Trump-turni í New York í gær þar sem verðlaunagripurinn sem nýir heimsmeistarar félagsliða lyfta næstu helgi var til sýnis. Verðlaunagripurinn er hinn veglegasti en hann komst í fréttirnar fyrir þær sakir að nafn Infantino er greipt á hann, og það á tveimur stöðum. Bikarinn mun vera til sýnis í turninum næstu fimm dagana áður en hann verður afhentur nýjum heimsmeisturum þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram á sunnudagskvöldið kemur. Bækistöðvar í Toronto, Miami og nú New York Hátíð gærdagsins fylgdi yfirlýsing frá Infantino, sem hélt ræðu með Eric Trump, son forsetans sér við hlið. Erindið: FIFA hyggst opna skrifstofu í New York. „FIFA er alþjóðleg stofnun. En til þess að vera alþjóðlegur þarftu að vera staðbundinn. Þú þarft að vera allsstaðar. Við þurfum að vera í New York, ekki bara meðan HM félagsliða stendur yfir í ár eða HM landsliða á næsta ári, við þurfum líka að vera í New York þegar kemur að skrifstofum okkar,“ sagði Infantino. „Svo, í dag, munum við opna New York-skrifstofu FIFA, hér í Trump-turni. Þakka þér Eric, takk öll sömul og sérstakar þakkir til Trump forseta, sem er mikill fótboltaáhugamaður,“ sagði hann enn fremur á viðburði gærdagsins í New York. Um er að ræða þriðju skrifstofu FIFA sem opnar í Norður-Ameríku frá því að Infantino tók við stjórnartaumunum árið 2015. Sambandið opnaði fyrir skemmstu heljarinnar útibú í Miami í Flórída, hvar lungi lagadeildar FIFA starfar. Þá er einnig stórt útibú í Toronto, þar sem fjöldi manns mun starfa vegna HM á næsta ári sem fram fer í Kanada og Mexíkó auk Bandaríkjanna. Alþjóðlegum skrifstofum hefur fjölgað mjög í forsetatíð Infantino, en hafði fyrir unnið gott sem allt sitt starf frá stakri skrifstofu í Zurich. Starfsemi í nýlegu og kostnaðarsömu útibúi í París fari minnkandi, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Infantino virðist leggja mikið upp úr tengslum við mótshaldara en hann sætti gagnrýni vegna heimsmeistaramóts landsliða í Katar veturinn 2022. Infantino flutti þá búferlum til Miðausturlandaríkisins frá Zurich. Margur taldi það tengjast lögreglurannsókn í heimalandi hans vegna meintra afbrota. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins, vegna leynifunda með Michel Lauber, þáverandi ríkissaksóknara í Sviss, árin 2016 og 2017. Lauber sagði af sér vegna málsins árið 2020 en Infantino var ekki ákærður vegna þess. Turninn áður tengst FIFA Trump turn var bækistöð Chucks Blazer, fyrrum háttsetts stjórnanda hjá FIFA, sem var uppljóstrari bandarískra yfirvalda fyrir áratug síðan þegar spillingarskandall skók sambandið. Blazer átti tvær íbúðir í turninum, eina sem hann bjó í og aðra sem var eingöngu fyrir ketti hans. Eftirmálar hneykslisins urðu þeir að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, sagði af sér sem og öll framkvæmdastjórn sambandsins. Infantino tók í kjölfarið við stjórnartaumunum og hét því að taka sambandið í gegn. Hann hefur verið sakaður um að vinda ofan af umbótum til betri stjórnarhátta síðan.
FIFA Bandaríkin HM 2026 í fótbolta HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira