Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 18:21 Kristján Haukur Magnússonn lenti í því miður skemmtilega atvki að vera stunginn í rassinn á laugardag. Sem betur náði hann að koma sér undan árásarmönnunum þremur sem er enn leitað að. Aðsend/Vísir/Vilhelm Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“