Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar 6. júlí 2025 17:01 Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Þjóðleikhúsið Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun