Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 12:11 Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor segir að raunkostnaður við skráningu í Háskóla Íslands sé metinn á 180 þúsund krónur en helst vill hún að framlög ríkisisn séu aukin, annars þurfi ráðherra að leyfa skólanum ða hækka skrásetningagjald. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sjá meira