Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar 5. júlí 2025 13:01 Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun