Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar 2. júlí 2025 11:00 Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun