Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 21:46 Fyrir miðju situr Sean Combs og rýnir í minnisblaðs kviðdómenda ásamt verjendum sínum. AP/Elizabeth Williams Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. Kviðdómurinn hafði ráðið ráðum sínum í um tólf klukkustundir þegar hann sendi dómara skeyti um að hann hefði komið sér saman um ákæruliði er varða mansal og vændi en gat ekki komist að niðurstöðu um þann lið er lýtur að þátttöku Combs í skipulagðri glæpastarfsemi. Kviðdómi sagt að halda áfram New York Times greinir frá því að dómara hafi borist þessar upplýsingar um áttaleytið að íslenskum tíma en réttarhöldin fara fram á Manhattan. Í minnisblaði kviðdómsins hafi komið fram að meðal þeirra væru kviðdómendur með ósamræmanlegar afstöður sem ekki væri unnt að sannfæra. Samkvæmt ákæruliðnum er varðar skipulagða glæpastarfsemi er Combs gefið að sök að hafa nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynerðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að áður en Arun Subramanian dómari tilkynnti innihald minnisblaðs kviðdómanda hafi allir átta lögmenn Combs hnappast saman í kringum skjólstæðing sinn alvörugefnir á svip. Combs sjálfur hafi hengt haus á meðan lögmennirnir rýndu í minnisblaðið og pískruðu sín á milli. Þegar minnisblaðið hafði verið tilkynnt dómnum ráðlögðu verjendur og saksóknarar dómaranum um næstu skref. Dómari sagði kviðdómendum að halda áfram viðræðum sínum og freista þess að ná saman. Ógeðfelldar lýsingar á ógeðfelldar lýsingar ofan Mikið hefur verið fjallað um mál Sean Combs frá hándtöku hans í september síðastliðnum. Réttarhöldin voru sett í byrjun maí og hafa vakið mikla athygli enda eru ákæruliðir í máli þessa víðfræga tónlistarmanns hver öðrum ógeðfelldari. Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Ákæruliðirnir eru allir alvarlegir og varða langar fangelsisvistir. Endanleg refsing Combs verði hann sakfelldur er í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist. Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Kviðdómurinn hafði ráðið ráðum sínum í um tólf klukkustundir þegar hann sendi dómara skeyti um að hann hefði komið sér saman um ákæruliði er varða mansal og vændi en gat ekki komist að niðurstöðu um þann lið er lýtur að þátttöku Combs í skipulagðri glæpastarfsemi. Kviðdómi sagt að halda áfram New York Times greinir frá því að dómara hafi borist þessar upplýsingar um áttaleytið að íslenskum tíma en réttarhöldin fara fram á Manhattan. Í minnisblaði kviðdómsins hafi komið fram að meðal þeirra væru kviðdómendur með ósamræmanlegar afstöður sem ekki væri unnt að sannfæra. Samkvæmt ákæruliðnum er varðar skipulagða glæpastarfsemi er Combs gefið að sök að hafa nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynerðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að áður en Arun Subramanian dómari tilkynnti innihald minnisblaðs kviðdómanda hafi allir átta lögmenn Combs hnappast saman í kringum skjólstæðing sinn alvörugefnir á svip. Combs sjálfur hafi hengt haus á meðan lögmennirnir rýndu í minnisblaðið og pískruðu sín á milli. Þegar minnisblaðið hafði verið tilkynnt dómnum ráðlögðu verjendur og saksóknarar dómaranum um næstu skref. Dómari sagði kviðdómendum að halda áfram viðræðum sínum og freista þess að ná saman. Ógeðfelldar lýsingar á ógeðfelldar lýsingar ofan Mikið hefur verið fjallað um mál Sean Combs frá hándtöku hans í september síðastliðnum. Réttarhöldin voru sett í byrjun maí og hafa vakið mikla athygli enda eru ákæruliðir í máli þessa víðfræga tónlistarmanns hver öðrum ógeðfelldari. Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Ákæruliðirnir eru allir alvarlegir og varða langar fangelsisvistir. Endanleg refsing Combs verði hann sakfelldur er í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist.
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05