Læknanemar fái víst launahækkun Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:49 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira