Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 13:01 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV. vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“ Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent