Strandveiðisjómaður lést Árni Sæberg og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 30. júní 2025 17:06 Fyrr í dag var greint frá því að bátur mannsins hefði sokkið á tólfta tímanum í morgun með einn innanborðs. Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. Frá þessu greinir Lögreglan á Vestfjörðum. Fyrr í dag var greint frá því að bátur mannsins hefði sokkið á tólfta tímanum í morgun með einn innanborðs. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að skipstjóri fiskibáts í grenndinni hefði haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnt að báturinn væri sokkinn og að einn maður væri í sjónum. Þyrla Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á björgunarskipinu Verði II hefðu verið kallaðar út á mesta forgangi. Þá hefðu öll skip á svæðinu verið beðin um að halda á staðinn. Áhöfnin á björgunarskipinu hefði verið fyrst viðbragðsaðila á vettvang og náð manninum úr sjónum. Hann hefði verið fluttur með björgunarskipinu til Patreksfjarðar. Við komuna þangað var hann úrskurðaður látinn. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum er ekki unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu en samband hefur verið haft við nánustu aðstandendur vegna málsins. Þar kemur einnig fram að Rauði krossinn hafi verið virkjaður í því skyni að veita þeim sem að málinu komu viðeigandi aðstoð. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og er Rannsóknarnefnd samgönguslysa kunnugt um það. Vesturbyggð Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Frá þessu greinir Lögreglan á Vestfjörðum. Fyrr í dag var greint frá því að bátur mannsins hefði sokkið á tólfta tímanum í morgun með einn innanborðs. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að skipstjóri fiskibáts í grenndinni hefði haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnt að báturinn væri sokkinn og að einn maður væri í sjónum. Þyrla Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á björgunarskipinu Verði II hefðu verið kallaðar út á mesta forgangi. Þá hefðu öll skip á svæðinu verið beðin um að halda á staðinn. Áhöfnin á björgunarskipinu hefði verið fyrst viðbragðsaðila á vettvang og náð manninum úr sjónum. Hann hefði verið fluttur með björgunarskipinu til Patreksfjarðar. Við komuna þangað var hann úrskurðaður látinn. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum er ekki unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu en samband hefur verið haft við nánustu aðstandendur vegna málsins. Þar kemur einnig fram að Rauði krossinn hafi verið virkjaður í því skyni að veita þeim sem að málinu komu viðeigandi aðstoð. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og er Rannsóknarnefnd samgönguslysa kunnugt um það.
Vesturbyggð Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira