Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 30. júní 2025 07:33 Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun