Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:30 Sanna segist nú íhuga stöðu sína og hvort hún fari fram aftur fyrir Sósíalistaflokk Íslands. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Ég vil að við náum inn meiri sósíalisma í íslenskt samfélag, en séum ekki að eyða tímanum í eitthvað svona rugl. Við erum Sósíalistaflokkur Íslands og við erum að berjast fyrir því að búa í réttlátu samfélagi þar sem fólk býr við efnahagslegt réttlæti. Við erum ekki hér til að verja fjármunum flokksins í að kæra aðra félaga. Mér finnst þetta bara orðið bull.“ Fjallað var um það í gær að ný framkvæmdastjórn væri búin að kæra formann og starfandi gjaldkera Vorstjörnunnar og gjaldkera kosningastjórnar Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Ný framkvæmdastjórn telur að ekki hafi verið heimild fyrir því að leggja ríkisstyrki og styrki frá borginni í starf Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. Starfandi gjaldkeri vísaði þessu á bug í gær í samtali við Vísi. Sanna Magdalena tekur undir það. Sanna segir þessa samþykkt liggja fyrir frá sameiginlegum fundi Sósíalistaflokks Íslands sem haldinn var í aðdraganda alþingiskosninga árið 2021. Samþykktina sé að finna í tilboði sem samþykkt var á fundinum og kallast „Burt með elítustjórnmál“. Þar sé fjallað um það hvernig flokkurinn ætli að haga sér komist hann inn á þing og sett fram viðmið og gildi. „Einn punkturinn þar fjallar um að ef við fáum ríkisstyrk þá munum við ekki ráðstafa honum í innra starf flokksins heldur munum við ráðstafa helming ríkisstyrksins í Vorstjörnu – styrktarsjóð, sem styrkir hagsmunabaráttu verr settra hópa sem þurfa rödd í samfélaginu, því það er það sem sósíalísk barátta snýst um, að við séum í baráttu fyrir bættu samfélagi,“ segir Sanna og að í tilboðinu hafi einnig verið kveðið á um að ef flokkurinn fengi ríkisstyrk yrði hinum helmingi hans varið í uppbyggingu á róttækum fjölmiðli í samvinnu við Alþýðufélagið og Samstöðina. Fundurinn var að sögn Sönnu haldinn verslunarmannahelgina 2021. Eftir það hafi svo hafist undirbúningur fyrir alþingiskosningar og svo er haldinn aðalfundur í Tjarnarbíó og tilboðið eitt af mörgum samþykkt þar undir yfirheitinu Stórkostlegt samfélag. Það hafi svo að enda orðið kosningastefna flokksins fyrir alþingiskosningarnar árið 2021. Sjá einnig: Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Stjórn framkvæmi vilja aðalfundar „Félagar voru rosa til í þetta. Standandi lófaklapp. Það er meira að segja til upptaka af þessu inni á Youtube,“ segir Sanna og að í klippunni sé farið vel yfir þetta allt. Sanna segir að eftir þetta hafi svo stjórn flokksins tekið við og framkvæmt vilja félaga. „Það er aðalfundur og félagar sem hafa alltaf mesta valdið. Það eru félagar sem segja til um það hvert við eigum að stefna. Það er verið að fylgja ákvörðun aðalfundar og síðan hefur þetta alltaf legið fyrir í ársreikningum Sósíalistaflokks Íslands, þar sem þessi ráðstöfun kemur fram, og reikningar hafa alltaf verið samþykktir. Þannig ég er mjög leið að við séum á þessum stað.“ Sanna segir eðlilegt að ef félagar vilji ráðstafa fjármunum flokksins með öðrum hætti sé lögð fram tillaga á aðalfundi og félagar fái að greiða atkvæði um það þar. „Í stað þess að leitast við að gera hlutina tortryggilega og saka félaga um að brjóta lög þegar félagar eru að sinna ábyrgðarstarfi í að fylgja eftir samþykktum aðalfundar.“ Sanna í ráðhúsinu þegar nýr meirihluti tók við fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Sanna segir að fyrir alþingiskosningar 2024 hafi flokkurinn unnið með sömu „tilboð“ og voru samþykkt í aðdraganda kosninganna áður og því hafi það alveg átt að vera skýrt að fjármunum yrði áfram ráðstafað með sama hætti fengi flokkurinn styrk frá ríkinu eftir kosningar. Meira fjármagn í innra starf þýði ekki fylgisaukning Sanna segir líta út fyrir að ný framkvæmdastjórn vilji fá peningana, sem hafi þegar verið ráðstafað, inn í innra starf flokksins, og það afturvirkt. „Þetta er hópur sem virðist trúa því að ef við setjum meira fjármagn í innra starf, og við séum með launaðar stöður, muni sjálfkrafa fylgisaukning eiga sér stað.“ Sanna segist ekki hafa trú á því að það sé töfralausn til að auka fylgi. Það verði frekar gert með því að virkja félaga eins og áður hefur verið gert og með því að huga að sósíalískri baráttu í heildarsamhengi. Samfélagið sé afar einstaklingsmiðað og hópar og baráttusamtök eigi jafnvel erfitt með að koma saman eða leggja fram kröfur. Sérstaklega eigi það við sé fólk fátækt. Sanna hér í sal borgarstjórnar með fyrrverandi borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, Einari Þorsteinssyni. Vísir/Vilhelm Hún segir Vorstjörnuna til dæmis hafa átt að styðja við slíkt starf með fjármagni og með aðgengi að félagsrými. Leigjendasamtökin hafi til dæmis nýtt sér rými þeirra en auk þess hafi Vorstjarnan til dæmis keypt útitjald sem hafi nýst ýmsum hópum á mótmælum. Til dæmis á samstöðumótmæli á Austurvelli vegna átaka á Gasa. Ekki uppbyggileg samskipti Sanna er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík en segist ekki vera búin að ákveða það hvort hún fari aftur fram fyrir flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í maí á næsta ári. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég muni bjóða mig fram fyrir hönd Sósíalistaflokks Íslands. Ég held það sé öllum ljóst að það eru ekki beint uppbyggilegustu samskiptin sem hafa átt sér stað. En ég er mikill sósíalisti og er að berjast fyrir því innan borgarstjórnar þannig ég vil auðvitað finna einhverja leið til að ná að halda því áfram, ef það er kallað eftir því.“ Þig langar að halda áfram? „Já, ég vil halda áfram en það er alveg ljóst að ég þarf að skoða undir hvaða formerkjum það verður, svo ég sé alveg hreinskilin.“ Sósíalistaflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 19:02 Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. 28. júní 2025 13:41 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög erfitt. Ég vil að við náum inn meiri sósíalisma í íslenskt samfélag, en séum ekki að eyða tímanum í eitthvað svona rugl. Við erum Sósíalistaflokkur Íslands og við erum að berjast fyrir því að búa í réttlátu samfélagi þar sem fólk býr við efnahagslegt réttlæti. Við erum ekki hér til að verja fjármunum flokksins í að kæra aðra félaga. Mér finnst þetta bara orðið bull.“ Fjallað var um það í gær að ný framkvæmdastjórn væri búin að kæra formann og starfandi gjaldkera Vorstjörnunnar og gjaldkera kosningastjórnar Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Ný framkvæmdastjórn telur að ekki hafi verið heimild fyrir því að leggja ríkisstyrki og styrki frá borginni í starf Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. Starfandi gjaldkeri vísaði þessu á bug í gær í samtali við Vísi. Sanna Magdalena tekur undir það. Sanna segir þessa samþykkt liggja fyrir frá sameiginlegum fundi Sósíalistaflokks Íslands sem haldinn var í aðdraganda alþingiskosninga árið 2021. Samþykktina sé að finna í tilboði sem samþykkt var á fundinum og kallast „Burt með elítustjórnmál“. Þar sé fjallað um það hvernig flokkurinn ætli að haga sér komist hann inn á þing og sett fram viðmið og gildi. „Einn punkturinn þar fjallar um að ef við fáum ríkisstyrk þá munum við ekki ráðstafa honum í innra starf flokksins heldur munum við ráðstafa helming ríkisstyrksins í Vorstjörnu – styrktarsjóð, sem styrkir hagsmunabaráttu verr settra hópa sem þurfa rödd í samfélaginu, því það er það sem sósíalísk barátta snýst um, að við séum í baráttu fyrir bættu samfélagi,“ segir Sanna og að í tilboðinu hafi einnig verið kveðið á um að ef flokkurinn fengi ríkisstyrk yrði hinum helmingi hans varið í uppbyggingu á róttækum fjölmiðli í samvinnu við Alþýðufélagið og Samstöðina. Fundurinn var að sögn Sönnu haldinn verslunarmannahelgina 2021. Eftir það hafi svo hafist undirbúningur fyrir alþingiskosningar og svo er haldinn aðalfundur í Tjarnarbíó og tilboðið eitt af mörgum samþykkt þar undir yfirheitinu Stórkostlegt samfélag. Það hafi svo að enda orðið kosningastefna flokksins fyrir alþingiskosningarnar árið 2021. Sjá einnig: Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Stjórn framkvæmi vilja aðalfundar „Félagar voru rosa til í þetta. Standandi lófaklapp. Það er meira að segja til upptaka af þessu inni á Youtube,“ segir Sanna og að í klippunni sé farið vel yfir þetta allt. Sanna segir að eftir þetta hafi svo stjórn flokksins tekið við og framkvæmt vilja félaga. „Það er aðalfundur og félagar sem hafa alltaf mesta valdið. Það eru félagar sem segja til um það hvert við eigum að stefna. Það er verið að fylgja ákvörðun aðalfundar og síðan hefur þetta alltaf legið fyrir í ársreikningum Sósíalistaflokks Íslands, þar sem þessi ráðstöfun kemur fram, og reikningar hafa alltaf verið samþykktir. Þannig ég er mjög leið að við séum á þessum stað.“ Sanna segir eðlilegt að ef félagar vilji ráðstafa fjármunum flokksins með öðrum hætti sé lögð fram tillaga á aðalfundi og félagar fái að greiða atkvæði um það þar. „Í stað þess að leitast við að gera hlutina tortryggilega og saka félaga um að brjóta lög þegar félagar eru að sinna ábyrgðarstarfi í að fylgja eftir samþykktum aðalfundar.“ Sanna í ráðhúsinu þegar nýr meirihluti tók við fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Sanna segir að fyrir alþingiskosningar 2024 hafi flokkurinn unnið með sömu „tilboð“ og voru samþykkt í aðdraganda kosninganna áður og því hafi það alveg átt að vera skýrt að fjármunum yrði áfram ráðstafað með sama hætti fengi flokkurinn styrk frá ríkinu eftir kosningar. Meira fjármagn í innra starf þýði ekki fylgisaukning Sanna segir líta út fyrir að ný framkvæmdastjórn vilji fá peningana, sem hafi þegar verið ráðstafað, inn í innra starf flokksins, og það afturvirkt. „Þetta er hópur sem virðist trúa því að ef við setjum meira fjármagn í innra starf, og við séum með launaðar stöður, muni sjálfkrafa fylgisaukning eiga sér stað.“ Sanna segist ekki hafa trú á því að það sé töfralausn til að auka fylgi. Það verði frekar gert með því að virkja félaga eins og áður hefur verið gert og með því að huga að sósíalískri baráttu í heildarsamhengi. Samfélagið sé afar einstaklingsmiðað og hópar og baráttusamtök eigi jafnvel erfitt með að koma saman eða leggja fram kröfur. Sérstaklega eigi það við sé fólk fátækt. Sanna hér í sal borgarstjórnar með fyrrverandi borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins, Einari Þorsteinssyni. Vísir/Vilhelm Hún segir Vorstjörnuna til dæmis hafa átt að styðja við slíkt starf með fjármagni og með aðgengi að félagsrými. Leigjendasamtökin hafi til dæmis nýtt sér rými þeirra en auk þess hafi Vorstjarnan til dæmis keypt útitjald sem hafi nýst ýmsum hópum á mótmælum. Til dæmis á samstöðumótmæli á Austurvelli vegna átaka á Gasa. Ekki uppbyggileg samskipti Sanna er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík en segist ekki vera búin að ákveða það hvort hún fari aftur fram fyrir flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í maí á næsta ári. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég muni bjóða mig fram fyrir hönd Sósíalistaflokks Íslands. Ég held það sé öllum ljóst að það eru ekki beint uppbyggilegustu samskiptin sem hafa átt sér stað. En ég er mikill sósíalisti og er að berjast fyrir því innan borgarstjórnar þannig ég vil auðvitað finna einhverja leið til að ná að halda því áfram, ef það er kallað eftir því.“ Þig langar að halda áfram? „Já, ég vil halda áfram en það er alveg ljóst að ég þarf að skoða undir hvaða formerkjum það verður, svo ég sé alveg hreinskilin.“
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 19:02 Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. 28. júní 2025 13:41 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 19:02
Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. 28. júní 2025 13:41
Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40