Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:58 Veðurstofan hýsir ofurtölvu í eigu Háskóla Íslands sem meðal annars er nýtt í hraunflæðihermi. Vísir/Vilhelm/Arnar Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði