Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun