Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun