Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 10:18 Túvalúar veiða sér fisk í lóni við Kyrrahafseyjarnar. Þær gætu orðið óbyggilegar um miðja öldina vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum. Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum.
Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22