Pólitískt skemmdarverk unnið á höggmynd Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 13:24 Styttan var upphaflega ófiðruð. Vísir/Anton Brink Skemmdarverk var unnið á listaverki Samstarfi, eða Partnership, sem stendur við Sæbraut skammt frá Höfða í Reykjavík. Skemmdarverkið lítur út fyrir að hafa verið pólitísks eðlis. Óprúttinn aðili fór á vettvang í skjóli nætur vopnaður rauðri akrýlmálningu, trélími og fiðri sem hann jós svo yfir styttuna en hún er minnisvarði um þétt stjórnmálalegt samband Bandaríkjanna og Íslands. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar hjá Listasafni Reykjavíkur segir skemmdarverkin unnin snemma í morgun. lista Listaverkið er ekki skemmt en það þarf að þrífa það og það verður gert á næstunni. Vísir/Anton Brink „Það er búið að fara og kíkja á þetta, hvaða efni voru notuð svo hægt sé að taka ákvarðanir miðaðar við efnið hvað er gert til að þrífa það,“ segir hann. Hann segir þrifin verða nokkuð auðvelt verk enda er hægt að þvo af málningu og trélím með heitu vatni. Skemmdaverkin komi ekki til með að skilja eftir sig ummerki. Vísir/Anton Brink Höggmyndin Samband, eða Partnership, er eftir íslenska högglistamanninn Pétur Bjarnason og var afhjúpuð árið 1991. Bandaríski sendiherrann Charles E. Cobb Jr. færði Reykjavíkurborg verkið í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands. Verkið er gert úr bandarísku og íslensku bergi og á sér systurhöggmynd í Suður-Flórída „þar sem endalaust flæði Golfstraumsins tengir þessi tvö listaverk saman“ líkt og segir á höggmyndinni. Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Óprúttinn aðili fór á vettvang í skjóli nætur vopnaður rauðri akrýlmálningu, trélími og fiðri sem hann jós svo yfir styttuna en hún er minnisvarði um þétt stjórnmálalegt samband Bandaríkjanna og Íslands. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar hjá Listasafni Reykjavíkur segir skemmdarverkin unnin snemma í morgun. lista Listaverkið er ekki skemmt en það þarf að þrífa það og það verður gert á næstunni. Vísir/Anton Brink „Það er búið að fara og kíkja á þetta, hvaða efni voru notuð svo hægt sé að taka ákvarðanir miðaðar við efnið hvað er gert til að þrífa það,“ segir hann. Hann segir þrifin verða nokkuð auðvelt verk enda er hægt að þvo af málningu og trélím með heitu vatni. Skemmdaverkin komi ekki til með að skilja eftir sig ummerki. Vísir/Anton Brink Höggmyndin Samband, eða Partnership, er eftir íslenska högglistamanninn Pétur Bjarnason og var afhjúpuð árið 1991. Bandaríski sendiherrann Charles E. Cobb Jr. færði Reykjavíkurborg verkið í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands. Verkið er gert úr bandarísku og íslensku bergi og á sér systurhöggmynd í Suður-Flórída „þar sem endalaust flæði Golfstraumsins tengir þessi tvö listaverk saman“ líkt og segir á höggmyndinni.
Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira