Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 18:31 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Fasteignamarkaður Samfylkingin Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun